Spurt og svarað

07. október 2020

Prump

Eftir að ég átti barnið mitt fyrir 2 mánuðum er ég endalaust að prumpa. Er það eðlilegt? Mataræðið hefur ekkert breyst frá því á meðgöngu og eftir hana.

Sæl
Já það er alveg eðlilegt. Vegna hormónaáhrifa verður meltingin hægari á meðgöngu og eftir fæðingu. Þetta getur valdið hægðartregðu og getur einnig valdið því að loft safnast meira fyrir í meltingarveginum. 
Konur sem hafa rifnað illa geta einnig fundið fyrir því að það sé erfitt að hafa stjórn á vindgangi þar sem grindarbotnsvöðvarnir og hringvöðvinn getur skaddast í fæðingu. 

Þetta getur jafnað sig fljótlega eftir fæðingu en getur líka staðið yfir í margar vikur. 

Ég mæli með því að þú passir upp á mataræðið. Það getur verið gott að fylgjast með hvort þetta aukist við ákveðið mataræði eða hvort þeta sé alltaf eins. Þá er hægt að forðast þær fæðutegundir sem valda meiri vindgangi. 
Einnig er mikilvægt að passa upp á að vera dugleg að drekka vatn og borða trefjaríka fæðu. 

Kær kveðja Jóhanna María Friðriksdóttir, ljósmóðir 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.