Spurt og svarað

09. október 2020

Lifrapylsa

Hæhæ Ég borðaði lifrapylsu og blóðmör í kvöldmatinn í gær og er núna alveg að farast úr stressi afþví ég las að ég það væri skaðlegt fyrir fóstrið. Ég er komin 8 vikur á leið. Á ég að hringja í lækni eða er eitthvað sem ég get gert? Er það rétt að þetta eina skipti er stórhættulegt? Takk kærlega

Sæl
Það er í góðu lagi að borða blóðmör á meðgöngu, en hún er járnrík og jafnvel gott að borða hana ef konur eru lágar í járni. 
Lifrapylsa er hinsvegar ekki ákjósanleg fæða á meðgöngu vegna þess að hún inniheldur hátt magn af A vítamíni sem getur valdið fósturskaða í miklu magni. 

Þú þarft þó ekki að hafa áhyggjur af því að einn skammtur af lifrarpylsu valdi skaða, það þarf meira til. 

Endilega skoðaðu bæklinginn Mataræði á meðgönguþar er að finna allar helstu upplýsingar um æskilegt mataræði á meðgöngu. 

Kær kveðja, Jóhanna María Friðriksdóttir, ljósmóðir

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.