Spurt og svarað

07. nóvember 2020

Gyllinæð og blóð

Sæl, Ég er bara komin 6 vikur á leið en ég virðist vera komin gyllinæð strax. Ég fékk gyllinæð eftir síðustu fæðingu en hún var fyrir 10 árum síðan, en virðist vera að blossa upp núna strax aftur. Vandamálið er að eg er alltaf með smá blóð eftir hægðir, en það kemur stundum smá blóð frá píkunni/legháls... Getur þetta eitthvað tengst? Ætla að nefna þetta við lækni og fá krem/stíla, og passa uppá að stíflast ekki, sem eg finn strax að er að gerast en ég hef meiri áhyggjur af blóði frá legháls...

Sæl
Blæðing frá leggöngum tengist ekki gyllinæð, en það er ótengt. 
Smávægileg blæðing eða brúnleit útferð frá leggöngum er ekkert sem þarf að hafa áhyggjur af, en leghálsinn er viðkvæmur og getur stundum blætt líttilega frá honum, t.d. eftir kynlíf.  Ef blæðingin fer að verða meiri en smá blæðing á pappír eða í nærbuxum (meira en 1-2msk) er rétt að láta skoða það. 

Endilega fáðu meðferð við gyllinæðinni ef þetta er strax farið að hjá þér. Þú virðist þekkja vel einkennin og mikilvægi þess að halda hægðunum mjúkum. Það er mikilvægt að passa vel upp á að drekka nægilega yfir daginn og borða trefjaríkt fæði. 

Gangi þér vel 

Kær kveðja, Jóhanna María Friðriksdóttir, ljósmóðir

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.