Spurt og svarað

09. nóvember 2020

Hjartamagnyl á meðgöngu í fyrirbyggjandi skyni

Hæhæ Ég er að velta fyrir mér einu! Ég missti fóstur fyrr á þessu ári á 9. viku. Ég var þá sjálf með miklar hjartsláttatruflanir, ég fór til læknis og í hjartalínuriti sá hann að það komu auka slög. Nú er ég aftur ófrísk 5 mánuðum seinna og hef heyrt að hjartamagnyl geti verið fyrirbyggjandi. Ég er svona 10 kg of þung og ef ég verð stressuð þá hækka ég svolítið í blóðþrýstingi. Er öruggt fyrir mig að taka hjartamagnyl út af þessum ástæðum? Takktakk

Sæl 
Það er best fyrir þig að leita ráða hjá þínum lækni með lyfjameðferð í forvarnarskyni vegna hjartsláttatruflana. 

Hjartsláttatruflanir eru algengari á meðgöngu en geta valdið miklum óþægindum ef þær eru miklar.  Nú hef ég ekki heyrt af því að hjartamagnyý sé notað vegna hjartsláttaóreglu, en hjartamagnyl er mikið notað á meðgöngu fyrirbyggjandi til þess að minnka líkur á meðgöngueitrun, ef konur eru með vissa áhættuþætti. 

Þeir áhættuættir eru m.a: 

  • langvinnur háþrýstingur eða saga um meðgönguháþrýsting/ meðgöngueitrun á fyrri meðgöngu, undirliggjandi sykursýki, nýrnasjúkdómur eða sjálfsofnæmissjúkdómur. 

Ef konur eru með tvö eða fleiri af eftirfarandi áhættuþáttum til staðar er einnig mælt með fyrirbyggjandi meðferð með hjartamagnýl:

  • fyrsta þungun, aldur > 40 ára, meira en 10 ár frá síðustu meðgöngu, fjölskyldusaga um meðgöngueitrun, BMI > 35 kg/m² og fjölburameðganga. 

Það ætti því að vera öruggt fyrir þig að taka hjartamagnyl á meðgöngunni ef ljósmóðir eða læknir hefur bent þér á það. 
Sá skammtur sem mælt er með að taka er 150mg (2 töflur) frá 12 vikum til 36. viku meðgöngu

Kær kveðja, Jóhanna María Friðriksdóttir, ljósmóðir

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.