Mænurótardeyfing og yfirþyngd móður

08.04.2008

Var að lesa að vikulega kæmi upp sú staða á LSH að ekki væri hægt að gefa mænurótardeyfingu vegna yfirþyngdar móður. Þetta gerði mig órólega og langar mig að vita hvort ég eigi von  á að lenda í svipaðri stöðu þegar kemur að fæðingu hjá mér. Hversu mikla yfirþyngd er verið að ræða um þegar þetta kemur fyrir?

 


 

Sæl og blessuð!

Nú veit ekki hvað er til í þessu eða hvar þú hefur lesið þetta. Það er hins vegar staðreynd að það er mun erfiðara að leggja mænurótardeyfingu hjá konum í yfirþyngd en hjá þeim sem eru í kjörþyngd en ég get ekki svarað til um hve mikil yfirþyngd geri þetta erfiðara. Ég býst þó við að því meiri sem yfirþyngdin er að því erfiðara sé að leggja deyfinguna.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
8. apríl 2008.