Blóð með hægðum

01.11.2011

Sælar.

Ég er gengin 38 vikur og þegar ég fór á klósettið í dag þá kom blóð í hægðunum, mest í pappírinn. Þetta er ekkert svakalega mikið en nóg til að ég hafi áhyggjur. Ég er ekki með neina verki, harðlífi eða kláða með þessu. Er þetta eitthvað sem ég þarf að hafa áhyggjur af?  Ég fékk ekkert svona á fyrri meðgöngu.

Kær kveðja
HG


Komdu sæl HG.

Þetta er sennilega gyllinæði sem er að myndast á meðgöngunni.  Hægt er að fá Proctosedyl krem og stíla í apóteki til að nota á þetta, sérstaklega ef þetta fer að valda þér vanlíðan.  Nauðsynlegt er að halda hægðum mjúkum því ástandið versnar með hörðum hægðum sem erfitt er að koma frá sér.  Þetta lagast svo venjulega eftir fæðingu.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
1.nóvember 2011.