Mikilvægi öndunar og hreyfingar í fæðingu

25.03.2008

Góða kvöldið!

Var að skoða síðuna ykkar og undraði mig á því að hvorki öndun né hreyfing sé nefnd sem hluti af náttúrulegum leiðum til þess að takast á við verki í fæðingu. Er einhver ástæða fyrir því?

Með kveðju, Jóhanna.


Sæl og blessuð Jóhanna og takk fyrir ábendinguna!

Þetta kemur greinilega ekki nógu skýrt fram hjá okkur en það er reyndar minnst á mikilvægi hreyfingar í kaflanum um Fæðingastellingar og síðan er minnst á öndun í kaflanum um Yoga og hugleiðslu.

Kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
25. mars 2008.