Spurt og svarað

23. september 2004

Nálastungur í fæðingu

Mig langaði að forvitnast um notkun nálastungna við verkjum í fæðingu. Fyrsta stig fæðingar hefur yfirleitt tekið frekar langan tíma hjá mér og mér datt í hug að nálastungur gætu hjálpað til við að lina verkina þegar þar að kemur. Eru margar ljósmæður á Landspítalanum sem beita nálastungum? Þarf maður að taka það sérstaklega fram við komuna þangað að nálastungur séu eitthvað sem maður hafi áhuga á að prófa?

Kveðja, þriggja barna móðir - 34 vikur 1 dag.

......................................................................

Sæl og takk fyrir að senda okkur fyrirspurn.

Það er mjög líklegt að nálastungur geti linað verkina í fæðingunni hjá þér.  Nálastungur hafa sannað gildi sitt og margar konur eru mjög ánægðar með verkun þeirra.  Með nálastungunum er einnig hægt að nota glaðloft, fara í sturtu eða jafnvel í bað. Á fæðingadeildum landsins eru margar ljósmæður sem hafa lært nálastungur og það er mjög líklegt að á hverri vakt sé einhver ljósmóðir sem kann nálastungur.  Það er gott fyrir þig að nefna það strax þegar þú kemur að þú hafir áhuga á nálastungum. 

Hér á síðunni er einnig frekari fróðleikur um nálastungur og aðrar nátturúlegar leiðir til verkjastillingar í fæðingu.

Gangi þér vel.

Yfirfarið, 28.10. 2015

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.