Blóðflokkar

26.08.2012
Ég var að velta fyrir mér hvernig er það ef móðirin er í A+ og faðirinn í O- getur verið að móðirin búi til mótefni gegn næst barni? Hvernig er þetta með rhesusinn, hef heyrt allskyns sögur um svona dæmi.Sæl!
Þegar við athugum blóðflokk móður á meðgöngu erum við að athuga hvort hún sé rh jákvæð eða rh neikvæð, einnig er skimað fyrir mótefnum í blóðinu. Ef móðirin er jákvæð og engin mótefni finnast er ekki hætta á að móðirin myndi mótefni gegn næsta barni.
Hinsvegar er hætta á að móðirin myndi mótefni gegn næsta barni ef hún er neikvæð og barnið jákvætt. Til að koma í veg fyrir að móðirin myndi mótefni er henni gefin fyrirbyggjandi sprauta innan 36 tíma frá fæðingu. Frekari upplýsingar um rhesusinn finnur þú ef þú slærð inn rhesus í leitina hér á vefnum.

Með kveðju,
Signý Dóra Harðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
26. ágúst 2012