Spurt og svarað

09. september 2005

Önnur fæðing hraðari en sú fyrsta?

Góðan daginn og takk fyrir frábæran vef. Ég á eitt barn sem fæddist hratt.  Núna er ég farin að huga að því að koma með annað kríli. Má ég búast við því að næsta fæðing gangi hraðar fyrir sig en sú fyrsta. Ég var nú bara 5 tíma frá 1 verk þar til drengurinn var fæddur og notaði engin verkjalyf í fæðingu. Má ég eiga von á að næsta kríli verði enn fljótar að koma sér út
Með kærri kveðju
Ein vonandi fljótlega verðandi móðir
 
.............................................
 
Komdu sæl og takk fyrir fyrirspurnina.
 
Já oft gengur önnur fæðing hraðar fyrir sig en sú fyrsta en það er þó ekki algilt.  Þegar fyrsta fæðing hefur gengið svona vel getur líka vel verið að næsta fæðing verði svipuð.  Hafðu samt í huga að engar tvær fæðingar eru alveg eins og þetta fer líka eftir því hvernig barnið snýr og svo framvegis.
 
Kveðja
 
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
09.09.2005.
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.