Petidín i fæðingu

23.08.2006
Mig langar að spyrja út í petidín í fæðingu, ég hef átt við rosalegan kvíða og kvíðaköst að stríða og er á lyfjum við því. Mér var bent á af ljósmóður að fá petidín og phenergan í fæðingunni því ég sef varla af kvíða fyrir fæðingunni.
Svo hef ég verið að lesa um reynslu kvenna af petidíni, misgóðar en margar upplifðu að hafa átt erfitt með að anda og að detta út, geta ekki talað.  Mér finnst þetta hljóma frekar illa og ég er orðin voða áhyggjufull hvort ég eigi að vera að biðja um þetta því ef ég fæ svona öndunarerfiðleika þá eykur það kvíðann rosalega, en ég treysti mér ekki í fæðinguna án lyfja.
Getið þið því sagt mér, er hægt að biðja um 1/2 skammt eða lítinn skammt af petidíni, eða gæti jafnvel verið nóg að fá phenergan í fæðingunni?
 
Með von um skjót svör, rosalega áhyggjufull.

 
Komdu sæl.
 
Já auðvitað getur þú beðið um hálfan skammt af petidini eða bara phenergan sem virkar þá ekki mikið verkjastillandi heldur róandi.  Það eru fleiri valkostir til verkjastillingar í fæðingu og má lesa um þá hér á síðunni.  Fyrir utan þessar nátturúlegu leiðir þá má nefna Ketogan sem mér skilst að sé eitthvað farið að nota í fæðingu og mænurótardeyfingu en þá heldur þú fullri meðvitund en finnur miklu minna fyrir hríðunum.
 
Gangi þér vel.
 
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
23.08.2006.