Spurt og svarað

05. desember 2006

Blóðflokkar og hvernig þeir erfast

Halló!

Nú er ég ekki ólétt en það er á planinu og mig langar svo að forvitnast aðeins um blóðflokkana og hvernig þeir erfast.  Ég er mínus og foreldrar mínir bæði plús.  Er það möguleiki?  Ef svo er, er þá möguleiki að ég eignist barn í plús ef faðirinn er mínus líka? Ég er með smá áhyggjur af þessu því maður er alltaf að heyra um aukna hættu á seinni meðgöngu ef fyrsta barn er plús og blóðið blandast.

Takk fyrir áhugaverðan vef fyrir konur í barnahugleiðingum.


Komdu sæl og takk fyrir að leita á ljosmodir.is.

Blóðflokkarnir í ABO-kerfinu erfast í ófullkomnu ríki. Genategundirnar eru þrjár, O sem er víkjandi og A og B sem eru ríkjandi. Þannig verður manneskja með eitt A-gen og eitt O-gen í A-blóðflokki, manneskja með eitt A-gen og eitt B-gen í AB-blóðflokki, manneskja með tvö O-gen í O-blóðflokki o.s.frv.

Rauð blóðkorn eru svo líka flokkuð í nokkra ákveðna undirflokka og þeirra algengastur er Rhesus(D), sem flokkast sem pósitífur eða negatífur eftir því hvort Rh(D) mótefnavaki er á yfirborði blóðkornanna eða ekki. Eins og með blóðflokka-flokkunina fær barnið þessa eiginleika í vöggugjöf frá foreldrum sínum báðum, þ.e. hefur annað hvort þennan mótefnavaka eða ekki. Þar sem Rh pósitíft er ríkjandi, þá er það þannig að ef barn erfir þann þátt frá öðru foreldri sínu verður það Rhesus pósitíft. Hins vegar getur það hafa erft Rh(D) negatíft frá hinu foreldrinu og “geymt” þann erfðaþátt í sér. Það er einmitt á þann hátt sem líklegt er að þínir foreldrar báðir séu samsettir, bæði Rhesus (D) pósitif (ríkjandi) og Rhesus negatíf (víkjandi) og þú hefur svo fengið mínusana frá þeim báðum og sjálf orðið Rhesus-negatíf. Ef maðurinn þinn er líka Rhesus mínus þá hefur hann erft báða mínusana frá foreldrum sínum, þannig að litla krílið ykkar verður þá  Rh(D) mínus og þá þarft þú lítið að hafa áhyggjur af þessu í væntanlegri meðgöngu.

Varðandi Rhesus misræmi eru fínar útskýringar á síðunni ef þú slærð upp rhesus í leitarorði.

Gangi ykkur vel í væntanlegri meðgöngu.

yfirfarið 29.10.2015.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.