Púls í naflastreng

07.03.2008

Sælar!

Maður heyrir töluvert talað um á netinu að mæður vilji að naflastrengurinn fái að „púlsa út“ áður en hann er klipptur. Getið þið útskýrt þetta eitthvað, kosti og galla ef einhverjir eru?

Takk, takk!


Sæl og blessuð!

Það sem er átt við er að púlsinn í naflastrengnum hætti áður en skilið er á milli. Fyrst eftir að barnið fæðist er fylgjan enn að störfum að dæla blóði til barnsins og þá má finna slátt (púls) í naflastrengnum. Þegar þessi sláttur hættir er ljóst að fylgjan mun ekki skila barninu meira blóði og meiri næringu og þá er talið óhætt að skilja á milli barns og fylgju. Það hefur verið fjallað nánar um þetta í örðu svari hér á vefnum.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
7. mars 2008.