Spurt og svarað

07. mars 2008

Púls í naflastreng

Sælar!

Maður heyrir töluvert talað um á netinu að mæður vilji að naflastrengurinn fái að „púlsa út“ áður en hann er klipptur. Getið þið útskýrt þetta eitthvað, kosti og galla ef einhverjir eru?

Takk, takk!


Sæl og blessuð!

Það sem er átt við er að púlsinn í naflastrengnum hætti áður en skilið er á milli. Fyrst eftir að barnið fæðist er fylgjan enn að störfum að dæla blóði til barnsins og þá má finna slátt (púls) í naflastrengnum. Þegar þessi sláttur hættir er ljóst að fylgjan mun ekki skila barninu meira blóði og meiri næringu og þá er talið óhætt að skilja á milli barns og fylgju. Það hefur verið fjallað nánar um þetta í örðu svari hér á vefnum.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
7. mars 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.