Rétt öndun í fæðingu

03.05.2006

Í öllum bókum og greinum um fæðingar er talað um að konur eigi að muna eftir réttri öndun. Hvergi er þó minnst á hvernig er hin „rétta“ öndun?


Sæl!

Jú það er rétt hjá þér það er mikið talað um rétta öndun í fæðingu. Þetta er svokölluð slökunaröndun sem hjálpar líkamanum til þess að slaka á þegar einstaklingurinn fer að finna fyrir sársauka. Þá er andað djúpt inn um nefið alveg ofan í maga og andað lengi frá út um munninn. Öndunin lætur vöðva líkamans slaka á og hækkar endorfínlosun líkamans sem er hans eigið verkjastillingakerfi. Einnig hefur oft verið talað um að öndunin sé ákveðin athyglisbeiting þar sem dregin er athygli frá verkjunum í að einbeita sér að önduninni.

Þær konur sem hafa farið í jóga og hafa tileinkað sér slökunaröndun byrja oftast að anda þannig þegar þær eru komnar í fæðingu.

Vonandi svarar þetta spurningu þinni.

Kveðja,

Steina Þórey Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
3. maí 2006.