Spurt og svarað

03. maí 2006

Rétt öndun í fæðingu

Í öllum bókum og greinum um fæðingar er talað um að konur eigi að muna eftir réttri öndun. Hvergi er þó minnst á hvernig er hin „rétta“ öndun?


Sæl!

Jú það er rétt hjá þér það er mikið talað um rétta öndun í fæðingu. Þetta er svokölluð slökunaröndun sem hjálpar líkamanum til þess að slaka á þegar einstaklingurinn fer að finna fyrir sársauka. Þá er andað djúpt inn um nefið alveg ofan í maga og andað lengi frá út um munninn. Öndunin lætur vöðva líkamans slaka á og hækkar endorfínlosun líkamans sem er hans eigið verkjastillingakerfi. Einnig hefur oft verið talað um að öndunin sé ákveðin athyglisbeiting þar sem dregin er athygli frá verkjunum í að einbeita sér að önduninni.

Þær konur sem hafa farið í jóga og hafa tileinkað sér slökunaröndun byrja oftast að anda þannig þegar þær eru komnar í fæðingu.

Vonandi svarar þetta spurningu þinni.

Kveðja,

Steina Þórey Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
3. maí 2006.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.