Samband gangsetninga og keisarafæðinga

31.01.2007


Mér leikur forvitni á að vita hversu algengt er að konur sem eru settar af stað endi í keisarafæðingum.
Með þökk fyrir svör og góðan vef.


Komdu sæl, Kristborg

Gangsetning eykur líkur á inngripi eins og áhaldafæðingu eða keisaraskurði.  Samkvæmt fæðingaskýrslu Landspítalans var keisaratíðni á landinu öllu, á árunum 1996-2005, u.þ.b. 16-18%. Árið 2005 var keisaratíðni á Landspítala hjá gangsettum frumbyrjum með einbura í höfuðstöðu og eftir fulla meðgöngu, 24.9% en 23.9% á landinu öllu. Þessar tölur er hægt að finna á Landspítalavefnum undir kvennasvið, fæðingaskráning. 

Vonandi svarar þetta fyrirspurn þinni,
kveðja

Kolbrún Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
31.01.2007.