Samvaxnar fylgjur

03.08.2005
Dóttir mín eignaðist tvíeggja tvíbura, 25 vikur gengin með. Það kom í ljós eftir fæðingu fylgjanna að þær voru samvaxnar að hluta. Hvað þýðir þetta?  Getur verið að það hafi verið ástæðan fyrir ótímabærri fæðingu?
.............................................................
 
Komdu sæl og takk fyrirspurnina.
 
Þetta þýðir í raun ekkert annað en það að börnin hafa tekið sér stöðu nálægt hvert öðru í leginu og eftir því sem fylgjurnar stækkuðu þá runnu þær saman í eina.  Þetta ætti ekki að hafa verið ástæða þess að börnin fæddust fyrir tímann.
 
Kveðja
 
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
03.08.2005.