Spurt og svarað

27. október 2006

Saumaskapur eftir fæðingu

Sælar
Þannig er mál með vexti að ég átti barn fyrir 5 mánuðum og er hætt með barnið á brjósti. Ég byrjaði á blæðingum, þar sem ég hef venjulega notað túrtappa hélt ég að það yrði ekkert mál, en þá komst ég að því að ég hef verið saumuð of mikið. Það er semsagt ekki nógu stórt gat fyrir túrtappann!. Það liggur semsagt húð yfir öllu systeminu sem er opin í sitthvorn endann, vona að þú skiljir hvað ég meina. Þá spyr ég: hvert á ég að fara til að láta laga þetta? Er ekki hægt að hringja uppá spítala?  Sem betur fer var ég ekki farin að stunda kynlíf, það hefði nefninlega verið mjög vont.

Með fyrirfram þökkum

Saumakonan

Komdu sæl.
 
Það er leiðinlegt að heyra þetta og augljóst að þú verður að fara til læknis.  Þú getur reynt að hafa samband við Móttöku Kvennadeildar og fengið skoðun hjá lækni þar.  Hringdu á undan þér þar sem svo langt er liðið frá fæðingunni.  Aðrir möguleikar eru að fara í skoðun til heimilislæknis sem þá vísar þér til kvensjúkdóma- eða lýtalæknis,  eða panta tíma hjá kvensjúkdómalækni.
 
Gangi þér vel.
 
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
27.10.2006.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.