Sjálfsmat á leghálsi

08.04.2005

Getur maður einhvernveginn fundið hvort maður er "hagstæður" sjálfur?  Get ég fundið sjálf hvort leghálsinn sé mýktur, styttur, þynntur og útvíkkun komin í gang? Þarf maður sérþekkingu eða er þetta einhver séns?


                     ............................................................................


Komdu sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Það er mjög erfitt að finna leghálsinn fyrir ljósmæðranema í fyrsta sinn því
maður veit ekkert hvað það er sem maður er að þreifa til að byrja með.  Oft þarf að fara
langt upp í leggöngin og aftur á við til að finna leghálsinn og svo að finna
hvernig hann er.  Þetta er oft erfitt fyrir ljósmæður þegar konur eru rétt
að byrja í fæðingu og ég mundi halda að það sé ómögulegt fyrir einhvern
sem er að skoða sjálfan sig
Það að meta legháls kemur með reynslunni og er alls ekki hægt að
finna sjálfur nema vera þjálfaður í því.

Kær kveðja

Yfirfarið 28.okt.2015