Snemmdýfur í riti

28.06.2009

Góðan daginn.

Mig langar að vita hvað það þýðir að hafa snemmdýfur í riti við fæðingu og hvers vegna eru þær?

Bestu kveðjur.


Sæl og blessuð!

Snemmdýfur í riti eru þegar hjartsláttur barnsins dýfir sér niður (hægir á sér) á meðan á hríð stendur og jafnar sig (fer aftur upp) um leið og hríðin fjarar út. Orsökin fyrir þessu er þrýstingur á höfuð barnsins í hríðinni sem jafnar sig um leið og hríðin hættir. Þetta er yfirleitt alveg saklaust fyrirbæri og ekki einkenni um fósturstreitu eða yfirvofandi fósturstreitu.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
28. júní 2009.