Sogklukkufæðing í annað sinn?

26.08.2010

Ég var að velta fyrir mér hverjar líkurnar eru á því að næsta fæðing endi einnig í sogklukku. Var ekkert voðalega þægilegt með svona sogklukku - gæti vel hugsað mér eðlilega fæðingu næst :0)


Sæl og blessuð!

Ég er nú ekki með tölfræðina á hreinu hér en ég get þó sagt að það eru mjög litlar líkur á því að það þurfi að nota sogklukku aftur í næstu fæðingu. Auðvitað fer þetta allt eftir aðstæðum og hver ástæðan var fyrir því að nota þurfti sogklukku síðast. Ég hvet til að ræða þetta við ljósmóðurina þína eða lækni sem geta farið yfir fyrri fæðingu með þér og þekkja nákvæmlega þínar aðstæður.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
26. ágúst 2010.