Spurt og svarað

26. ágúst 2010

Sogklukkufæðing í annað sinn?

Ég var að velta fyrir mér hverjar líkurnar eru á því að næsta fæðing endi einnig í sogklukku. Var ekkert voðalega þægilegt með svona sogklukku - gæti vel hugsað mér eðlilega fæðingu næst :0)


Sæl og blessuð!

Ég er nú ekki með tölfræðina á hreinu hér en ég get þó sagt að það eru mjög litlar líkur á því að það þurfi að nota sogklukku aftur í næstu fæðingu. Auðvitað fer þetta allt eftir aðstæðum og hver ástæðan var fyrir því að nota þurfti sogklukku síðast. Ég hvet til að ræða þetta við ljósmóðurina þína eða lækni sem geta farið yfir fyrri fæðingu með þér og þekkja nákvæmlega þínar aðstæður.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
26. ágúst 2010.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.