Spangardeyfing í fæðingu

26.01.2006

Þegar dóttir mín fæddist var ég klippt, þannig að ég fékk spangardeyfingu. Ég vildi bara vita hvort það væri eina tilfellið sem konur fengju spangardeyfingu eða er hún gefin oftar? Getur maður beðið um að fá spangardeyfingu?

......................................................................................................................

Sæl og þakka þér fyrir fyrirspurnina.

Að sjálfsögðu getur þú beðið um spangardeyfingu. Deyfingin er til í mismunandi formi. Hún er til sem gel, sprey og í sprautuformi.

Gangi þér vel,

Yfirfarið 27. janúar 2016