Spurt og svarað

13. ágúst 2006

Sprauta eftir fæðingu

Sæl
Mig langar að forvitnast varðandi sprautu sem ég fékk strax eftir fæðingu (var sprautuð í lærið).  Ég er í saumaklúbbi með 8 stelpum og þar af eiga 6 aðrar börn og aðeins ein þeirra kannast við að hafa fengið svona sprautu strax eftir fæðinguna.
Hvaða sprauta er þetta og af hverju fá sumir hana og aðrir ekki?


Komdu sæl
 
Sprautan sem gefin er rétt eftir fæðingu inniheldur Syntocinon, lyf sem hjálpar leginu að dragast saman og minnkar þannig líkurnar á mikilli blæðingu eftir fæðingu. 
 
Ef mig minnir rétt var tekin sú ákvörðun á Landspítalanum árið 2005 að allar konur ættu að fá þessa sprautu eftir fæðingu en fyrir þann tíma voru það bara þær sem blæddu mikið eða voru í sérstakri áhættu á blæðingu sem fengu svona sprautu.  Þetta getur útskýrt af hverju bara sumar ykkar hafa fengið svona sprautu og aðrar ekki.
 
Bestu kveðjur
 
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
13.08.2006.
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.