Staða leghálsins

14.07.2004

Hver er munurinn á miðstæðum og afturstæðum legháls, þá í sambandi við meðgöngu og/eða fæðingu?

............................

Takk fyrir spurninguna!

Þegar talað er um miðstæðan og afturstæðan legháls er verið meta afstöðu hans miðað við leggöng konu. Þegar kona er ekki þunguð þá er leghálsinn afturstæður. Þ.e. staða hans efst í leggöngunum vísar að afturvegg leggangnanna. Þegar kona er komin langt á meðgöngu og/eða í fæðingu þá færist leghálsinn framar (nær fremri vegg leggangna) meðal annars vegna þans á legi og þrýstings frá kolli barns. Þegar legháls hefur færst framar þynnist hann og styttist og byrjar að opnast til þess að barnið eigi greiða leið út. 

Ég vona að þetta svari spurningu þinni.

Yfirfarið, 28.10.2015