Spurt og svarað

27. júlí 2008

Stungið á belg

Er einhver hætta á sýkingu barns þegar stungið er á belg til að örva hríðar?  Hvaða sýkingar eru það, ef einhverjar og af hverju skapast þessi hætta?


Sælar og takk fyrir að leita til okkar!

Það að gera belgjarof eða stinga gat á belg er ákveðið inngrip í fæðinguna og er ekki gert nema nauðsynlegt er. Þegar stungið er á belg til að auka hríðar og konan er í fæðingu er ekki mikil sýkingarhætta þar sem vitað er að stutt er í að barnið fæðist. Það er hins vegar annað mál ef gat kemur á belginn að sjálfu sér en engar hríðar eru til staðar. Þá er mögulegt að örva hríðarnar strax eða fylgjast af og til með líðan barnsins með monitor svo hægt sé að sjá hvernig barninu líður svo og að fylgjast með líkamshita konunnar til að hægt sé að greina sýkingu ef hún kemur upp. Þetta er gert í 1-2 sólarhringa ef engin merki eru um sýkingu síðan er konan örvuð til að framkalla hríðar svo hún byrji í fæðingu. Flestar konur byrja hins vegar sjálfar í fæðingu innan við sólarhring eftir að vatnið fer. Ef konan fær sýkingu vegna þess að legvatn er farið er það yfirleitt af völdum baktería og oftast streptokokkar. Hætta getur skapast fyrir barnið ef það nær að sýkjast af völdum bakteríanna.

Með bestu kveðju,

Steina Þórey Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
27. júlí 2008.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.