Sýking og mænurótardeyfing

20.04.2007

Góðan Dag
Ég var að heyra það að þær konur sem eru með einhvers konar sýkingar í
bakinu mega ekki fá mænurótardeyfingu. Er sjálf með tvíburabróður við rófubeinið og var að velta því fyrir mér hvort að ég megi fá svoleiðis deyfingu?
Komdu sæl.Venjulega er það metið þannig að ef sýkingin er ekki alveg við stungustaðinn þá er hægt að deyfa.  Tvíburabróðir er langt frá stungustaðnum og ætti því ekki að vera fyrirstaða en það er samt svæfingalæknisins (sem leggur deyfinguna)að ákveða hvað hann vill gera og er það byggt á ástandi þínu í fæðingunni þ.e hvort um mikla sýkingu er að ræða og nákvæmlega hvar.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
20. apríl 2007
.