Sýklalyfjagjöf í fæðingu og brjóstagjöf

18.09.2008

Sæl,ég er komin 12 vikur á leið og var nýlega greind með GBS (group B streptakokkar). Ég þarf þá að fá sýklalyf í fæðingu. Eitt sem ég fór að hugsa um og það er hvernig þetta fer með brjóstagjöfina, má barnið fara strax á brjóst eða verð ég að bíða eftir að áhrif sýklalyfjanna eru farin?

kveðja,Anna


Sæl Anna

Sýklalyfjagjöf í fæðingu hefur engin áhrif á brjóstagjöfina eftir fæðingu.  Þú leggur bara á brjóst eins fljótt eftir fæðinguna og þú getur.

Gangi þér vel


Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
17. september 2008.