Sýkt legvatn

12.04.2008

Ég veit um konur sem hafa þurft að fæða fyrir tímann af því að legvatnið var orðið sýkt. Af hverju gerist það og hvernig veit konan að legvatnið er sýkt?


Mér finnst líklegt að um sé að ræða konur sem missa þá vatnið fyrir tímann en sýkingarhætta eykst þegar belgirnir rofna.  Konur sem missa vatnið eru undir eftirliti fæðingardeildar og þær sem missa matnið fyrir tímann eru yfirleitt lagðar inn á sjúkrahús. Sýkingareinkenni geta verið hækkaður líkamshiti og vond lykt af legvatninu.

Vona að þetta skýri málið.

Kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
12. apríl 2008.