Spurt og svarað

19. febrúar 2008

Blóðprufa til að staðfesta þungun

Sælar kæru ljósmæður,
Ég er pínulítið ósátt við að læknirinn minn sendi mig í blóðprufu eftir að hafa eytt pening í nokkur heimaþungunarpróf, sem mæla að ég beta-hcg prótín í þvagi. Þetta er annað barnið mitt og ég veit upp á dag hvað ég er langt gengin.
Er blóðprufan að einhverju leyti nákvæmari? Gefur blóðprufan aðrar upplýsingar en hvort konan er barnshafandi eða ekki?
Þetta skiptir mig máli, því ef þetta er bara já/nei spurning mun ég að skipta um lækni.

 


 

Komdu sæl

Ég get ekki svarað því hvaða blóðprufur hann sendi þig í.  Hugsanlega hefur hann verið að senda þig í blóðprufu til að staðfesta þungunina og ef það er það eina sem hann hefur skrifað á beiðnina þá sýnir það ekkert annað en magn beta-HCG.  Mér finnst það nú samt ósennilegt að hann hafi bara verið að staðfesta þungun.  Mér finnst líklegra að hann hafi beðið um blóðprufur sem eru alltaf teknar í byrjun meðgöngu til að mæla blóðmagn, fá staðfestan blóðflokk, fá staðfest mótefni gegn rauðum hundum o.s.frv. 

Ég myndi spyrja hann nánar út í þetta.

Gangi þér vel.

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
19. febrúar 2008.


Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.