Spurt og svarað

28. apríl 2008

Tengsl á milli fyrirburafæðinga

Sæl!

Sjálf fæddist ég fyrirburi og var að spá hvort að það myndi auka líkurnar á því að ég myndi eiga fyrirbura sjálf?


Sæl og takk fyrir að leita til okkar.
 
Það geta verið margar ástæður fyrir fyrirburafæðingum, t.d. sýking í leggöngum, legvatn fer of snemma, leghálsbilun, fyrirburafæðing af óþekktum toga svo eitthvað sé nefnt.  Ekkert af þessum ástæðum erfist á milli kvenna og því er engin fylgni milli þess að fæðast sem fyrirburi og að eiga síðar barn sem fætt er fyrir tímann.  Ef þú hefur fæðst fyrir tímann vegna einhverra þessara ástæðna eykur það ekki líkurnar að þú eignist sjálf fyrirbura.  Hins vegar ef þú hefur fæðst fyrir tímann vegna meðgöngueitrunar hjá móður þinni þá eru auknar líkur á að þú fáir meðgöngueitrun og getur það leitt til þess að þú þurfir að fæða fyrir tímann.
 
Ég vona að þetta svari spurningu þinni.

Kær kveðja,

Þórdís Björg Kristjánsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
28. apríl 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.