Spurt og svarað

26. september 2005

TENS

Sælar og takk fyrir mjög áhugaverðan og upplýsandi vef!
Ég er gengin 37 vikur og farin að hugsa mikið um fæðinguna og hvaða leiðir ég get hugsað mér að nota til að lina verkina. Ég ætla að hafa mænurótardeyfingu sem síðasta valkost.  Mér er mjög illa við nálar og get því ekki hugsað mér að prófa nálastungur þótt nálarnar séu mjög fínar.  En í foreldrafræðslunni heyrði ég af þessu TENS-tæki.  Ég hef samt lítið heyrt um reynsluna af því og datt í hug að spyrja ykkur nánar út í þetta tæki. t.d. hvort konur þurfi mikið að nota önnur bjargráð með þessu?
Með kærri kveðju,
Guðrún
 
...................................................
 
Komdu sæl Guðrún og takk fyrir fyrirspurnina.
 
Það er eins með þetta eins og allt annað sem konur nota til að hjálpa sér í gegnum fæðingu það er mjög einstaklingsbundið hvað hentar hverjum.  TENS-tæki hefur gagnast mörgum vel í fæðingu.  Sumum dugar þetta alveg en aðrar þurfa annað með en það getur verið gott að hafa þetta sem valkost.  Það er ráðlagt að fá þetta lánað nokkrum vikum fyrir fæðinguna og læra á tækið.
 
Gangi þér vel
 
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
26.09.2005.
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.