Tvær erfiðar fæðingar að baki...

05.04.2009

Hæ og takk fyrir frábæran vef.

Ég á tvö yndisleg börn og á von á því þriðja. Fæðingar barnanna gengu mjög illa. Báðar yfir sólarhring, lengi að fá útvíkkun, mænurótardeyfing í báðum tilfellum og bæði mjög löskuð eftir fæðinguna. Hún var tekin fyrir rest með sogklukku, viðbeinsbrotin og naflastrengurinn vafin um hálsinn og þurfti á vöku í kassa í 2 klst. Hann kom út með aðra höndina á undan sér sem bjargaði víst að hann fékk ekki alvarlega axlarklemmu og andaði ekki og þurfti á vöku í 1 klst. Hún var 16.merkur og hann 18,5 mörk.

Er ekki eðlilegt að ég fara í keisara nú eftir svona fæðingar?


Sæl og blessuð?

Ég vil ekki svara því hér og nú hvort það sé eðlilegt að þú farir í keisara eftir þessa reynslu en mér finnst sjálfsagt að þú fáir viðtal við fæðingalækni og ljósmóður til að fara yfir þessa reynslu og meta það með þér hvað er best í stöðunni. Ræddu þetta við ljósmóðurina þína í næstu skoðun.

Gangi þér vel.

Kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
5. apríl 2009.