Spurt og svarað

05. apríl 2009

Tvær erfiðar fæðingar að baki...

Hæ og takk fyrir frábæran vef.

Ég á tvö yndisleg börn og á von á því þriðja. Fæðingar barnanna gengu mjög illa. Báðar yfir sólarhring, lengi að fá útvíkkun, mænurótardeyfing í báðum tilfellum og bæði mjög löskuð eftir fæðinguna. Hún var tekin fyrir rest með sogklukku, viðbeinsbrotin og naflastrengurinn vafin um hálsinn og þurfti á vöku í kassa í 2 klst. Hann kom út með aðra höndina á undan sér sem bjargaði víst að hann fékk ekki alvarlega axlarklemmu og andaði ekki og þurfti á vöku í 1 klst. Hún var 16.merkur og hann 18,5 mörk.

Er ekki eðlilegt að ég fara í keisara nú eftir svona fæðingar?


Sæl og blessuð?

Ég vil ekki svara því hér og nú hvort það sé eðlilegt að þú farir í keisara eftir þessa reynslu en mér finnst sjálfsagt að þú fáir viðtal við fæðingalækni og ljósmóður til að fara yfir þessa reynslu og meta það með þér hvað er best í stöðunni. Ræddu þetta við ljósmóðurina þína í næstu skoðun.

Gangi þér vel.

Kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
5. apríl 2009.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.