Undirbúningur fyrir heimafæðingu

03.07.2006

Hvað þarf ég að eiga á reiðum höndum fyrir heimafæðingu? Ég man að ég þurfti að eiga nokkuð af undirbreiðum, góðan slatta af hreinum handklæðum, svo er restin alveg stolin mér úr minni.


Sæl og takk fyrir að leita til ljosmodir.is

Þetta er rétt munað hjá þér. Það er gott að eiga 10 undirbreiðslur og góð bindi. Einnig mæli ég með grisjubuxum sem fást í apótekum til að halda bindinu á sínum stað. Ef þú ert með fæðingarlaug þá getur verið gott að eiga byggingaplast undir hana.  Þá þarf að vera til staðar góður slatti af handklæðum, allt fyrir litla barnið og ekki gleyma að eiga eitthvað gott til að borða í fæðingunni og fyrst á eftir. Gangi þér sem allra best.

Kveðja,

Kristbjörg Magnúsdóttir,
ljósmóðir,
3. júlí 2006.