Útvíkkun

11.06.2014
Hvenær er eðlilegt að útvíkkun hefjist fyrir fæðingu? Mörgum dögum fyrir fæðingu? Nokkrum klukkustundum fyrir fæðingu?
Takk fyrir.Komdu sæl!
Það er ekki hægt að segja hvenær sé eðlilegt að útvíkkun hefjist. Eðlileg meðgöngulengd er 38-42 vikur frá fyrsta degi síðustu blæðinga. Þegar líður að þessum tíma fer leghálsinn að mýkjast, styttast og opnast þannig að við getum talað um að ferlið geti tekið daga eða vikur frekar en klukkustundir. Mörgum fyrirspurnum um útvíkkun hefur verið svarað hér á vefnum sem væri ef til vill gott fyrir þig að skoða, þú finnur það ef þú slærð orðið „útvíkkun“ í leitina í „spurt og svarað“.Signý Dóra Harðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
11. júní 2014.