12 vikna sónar - meðgöngulengd

11.07.2014

Sælar.
Vegna fyrri missa er ég nú þegar búin að fara í tvo sónara. Sá fyrri var þegar ég var komin sléttar 5 vikur (miðað við blæðingar) og sást þá ca. 3mm fóstursekkur. Seinni sónarinn var þegar ég var komin sléttar 7 vikur (miðað við blæðingar) og sást þá hjartsláttur. Læknirinn sem framkvæmdi seinni sónarinn seinkaði mér um viku en sagði reyndar að það væri mjög varlega áætlað þar sem í 7vikna sónarnum sá hann það sem hann sagði að líktist 6 vikna fóstri. Hann gat hins vegar ekki mælt stærðina á fóstrinu og giskaði þess vegna á dagsetninguna og sagði að hún væri kannski ekki alveg nákvæm. En nú vandast málið. Ég get fengið tíma í 12 vikna sónar þegar ég er komin 10+5 samkæmt nýju dagsetningunni (11+5 samkvæmt blæðingum) eða ekki fyrr en 12+5 samkvæmt nýju dagsetningunni (13+5 samkvæmt blæðingum) og þá þarf að troða mér að og ekki víst að ég kæmist að fyrr en viku seinna. Miðað við það að það sást í fyrri sónarnum ca 3mm fóstursekkur eru þá ekki töluverðar líkur á að ég hafi verið komin eitthvað lengra en sléttar 4 vikur eins og nýja dagsetningin segir til um? Kveðja frá einni óvissri.

Með bestu kveðju,
Signý Dóra Harðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
11. júlí 2014.