Val á ljósmóður

21.02.2006

Sælar allar!

Getur maður haft einhver áhrif á það hver það er sem tekur á móti hjá manni? Lenti nefnilega hjá frábærri ljósmóður síðast og vildi helst fá hana aftur. Það er kannski ekkert hægt? Þetta fer væntanlega allt eftir ljósmóður á vakt hverju sinni? Átti á Akranesi.

Kveðja, Karen.

.........................................................................................

Sæl og takk fyrir að leita til okkar!

Þegar konur fæða á sjúkrahúsi er yfirleitt ekki hægt að velja sér ljósmóður. Eins og þú segir sjálf þá fer það eftir því hvort sú ljósmóðir er á vakt og svo hvort hún er laus, ef hún er á vakt. Það er hins vegar sjálfsagt að spyrja þegar þú kemur inn í fæðingu hvort þessi frábæra ljósmóðir sé á vakt og hvort hún sé laus.

Vona að þú fáir bara frábæra ljósmóður aftur.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
21. febrúar 2006.