Varta

15.08.2005
Er á 37. viku meðgöngu og var að uppgötva pínulitla vörtu á annari rasskinninni, þó ekki á því svæði sem telst til endaþarms (slímhúð) svo að því er mér skilst er þetta ekki "kynfæravarta" heldur bara venjuleg varta eða jafnvel "flökkuvarta", eins og ég er búin að lesa mér til um á netinu.
Mín spurning er einfaldlega sú hvort ég eigi einhvað að vera að hafa áhyggjur af þessu nú þegar nálgast fæðingu.  Ef þetta er flökkuvarta ætti hún að fara af sjálfu sér en ég er bara að spá í þessu með smitleiðir og annað... er rétt að láta sérstaklega vita af þessu eða eru það óþarfa ítarlegar upplýsingar ?  Barnið smitast væntanlega ekki þarsem þetta er staðsett þannig ?

..........................................................................
 
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina
 
Ef það er öruggt að ekki er um kynfæravörtu að ræða þarft þú ekki að hafa áhyggjur.  Það er þó æskilegt að þú látir vita af þessu þegar þú kemur í fæðingu þannig að ljósmóðirin geti séð þetta og gert nauðsynlegar varúðarráðstafanir ef þarf.
 
Gangi þér vel
 
Kveðja
 
Rannveig B. Ragnarsdóttir
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir
12.8.2005