Vatnsfæðing

12.07.2006

Sælar og takk fyrir vefinn!

Langaði að spyrja hvort það sé hægt að fá að fæða í vatni eða baði á Landspítalanum eða þarf maður að gera það heima ef maður vill
fæða þannig. Langaði að fæða þannig.

Kveðja, Heiða.


Sæl Heiða og takk fyrir að leita til okkar!

Vatnsfæðing er góður og öruggur kostur. Það er fjallað um vatnsfæðingar í grein hér á síðunni. Því miður tíðkast vatnsfæðingar ekki á Landspítalanum eins og er. Ef þú hefur áhuga á að fæða í vatni þá getur þú skoðað þann kost að fæða heima nú eða á fæðingarstofnunum í nágrenni Reykjavíkur, þ.e. í Keflavík eða á Selfossi þar sem vatnsfæðingar tíðkast.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
11. júlí 2006.