Vatnsfæðing - Má faðirinn vera með ofan í baðinu?

26.09.2009

Hæ hæ og takk fyrir frábæran vef.

Ég stefni að vatnsfæðingu á LSH. Mig langar að vita hvort að það sé leyft að feður séu með ofan í baðinu á meðan fæðingu stendur?

Með fyrirfram þökk, Elva.


Sæl og blessuð!

Yfirleitt er í góðu lagi að faðirinn sé ofan í baðinu líka en það fer auðvitað aðeins eftir stærð baðsins hvort það sé mögulegt. Böðin á Landspítalanum er misstór - en flest ættu að rúma föðurinn líka.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
26. september 2009.