Vatnsfæðing með fyrsta barn

26.01.2007

Hæ, hæ!

Mér langar að forvitnast um hvernig það er með vatnsfæðingar með fyrsta barn? Er kannski ekki ráðlagt að gera það?


Sæl og blessuð!

Það er ekkert sem mælir á móti því að fæða fyrsta barn í vatni, nema þá ef eitthvað óeðlilegt kemur upp á meðgöngu eða í fæðingu. Það eru upplýsingar um vatnsfæðingar hér á síðunni.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
26. janúar 2007.