Vatnsfæðingar

03.05.2005

Mig langar að vita hvort þið eigið eitthvað efni um vatnsfæðingar á íslensku.  Ef svo er ekki hvar gæti ég leitað mér upplýsingar um þetta efni.

.......................................................................


Sæl og blessuð!

Eins og þú ert kannski búin að komast að þá er nóg til af upplýsingum um vatnsfæðingar á ensku á netinu en kannski ekki eins mikið á íslensku. Í maí 2000 var skrifuð grein um vatnsfæðingar í Morgunblaðið, greinina skrifuð ljósmæðurnar Ingibjörg Hreiðarsdóttir og Anna Rut Sverrisdóttir, þessi grein er nú birt hér á síðunni í dálknum um fæðingar.

Einnig er gott að kynna sér verklagsreglur á þeim stöðum sem vatnsfæðingar eru leyfðar og eru flestar vatnsfæðingar á landinu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Yfirfarið 28.okt.2015