Vill fæða á Íslandi

28.09.2007

Sælar

Ég er eins og er búsett í Danmörku, og er sett í apríl. Enn það er þannig  að mig langar svo að eiga á Íslandi. Mig langaði að vita hvort það sé eitthvað því til fyrirstöðu? Getur maður fengið skoðun og þess háttar á meðan maður er staddur á Íslandi, þótt maður sé ekki búsettur þar?

Kveðja, Dísa


Komdu sæl Dísa

Ef þú ert íslenskur ríkisborgari hefur þú rétt á að fæða á íslandi og fá mæðravernd þar þó þú búir annarsstaðar.  Þú þarft samt að vera sjúkratryggð á Íslandi til að fá þjónustuna frítt að öðrum kosti þarftu að borga hana sjálf og það getur verið um talsverðar fjárhæðir að ræða.  Þú þarft að eiga lögheimili á Íslandi í a.m.k. 6 mánuði til að sjúkratryggingarnar taki gildi aftur.  Frekari upplýsingar um þetta ættirðu að geta fengið hjá Tryggingastofnum ríkisins.

Kveðja,

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
28. september 2007.

Sjá einnig nánar í ábendingu.