Spurt og svarað

03. maí 2015

Viðstaddur fæðingu á LSH

Sæl.  Og takk fyrir frábæra síðu. Ég var að heyra að frá 1. maí verður bannað að vera með fleiri en einn aðstandanda í fæðingunni í LSH. Er þetta rétt? Hvað þá með doulur, teljast þær sem aðstandendur? Annað í sambandi við LSH, er nokkuð hægt að fara í heimsókn og sjá deildina fyrir fæðinguna? Meina ekki núna strax, kannski ekki besti tími með verkfallinu :( Það eru víst myndbönd á netinu sem sýna fæðingardeildina en þá var ennþá Hreiðrið til - þannig að kannski hefur nú mikið breyst hjá þeim. Takk fyrir svarið!

 
 
Komdu sæl, jú það er rétt að nú er aðeins reiknað með einum aðstandanda í fæðingunni. Ég reikna með að doula falli undir það því að hún fylgir konunni og telst því með. Ég hef heyrt að ef kona óskar eindregið eftir því að fá að hafa tvo hjá sér þá sé hvert tilfelli fyrir sig skoðað. Ég veit ekki hvernig skoðunarferðum á deildina er hagað núna en ráðlegg þér að tala við ljósmóðurina þína í mæðravernd um það. Gangi þér vel.

Bestu kveðjur
Áslaug V. ljósmóðir
 
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.