Þarf maður að taka það sérstklega fram að maður vilji fæða í Hreiðrinu?

31.01.2009

Sæl!

Þarf maður að taka það sérstaklega fram að maður vilji fæða í Hreiðrinu sé þess kostur?

Takk annars fyrir frábæran vef, hér hafa bæði ég og eiginmaðurinn fundið svör við öllu því sem að brunnið hefur á okkur, í sambandi við meðgönguna.


Sæl og blessuð!

Það er ágætt að vera búin að gera það upp við sig ef þú ætlar að fæða í Hreiðrinu því þá hringir þú beint þangað þegar þú byrjar í fæðingu. Síminn í Hreiðrinu er 543-3250 en síminn á fæðingardeildinni er 543-3049.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
31. janúar 2009.