Þátttaka systkina í fæðingu

08.08.2007

Að hve miklu marki er ráðlagt að systkini „taki þátt“ í fæðingu?  Ég vil gjarnan að sjö ára gamalt systkini fái að fylgja okkur upp á fæðingardeild og kveðja þegar inná fæðingarstofu er komið og enn fremur að það fái að koma inn á fæðingarstofu fljótlega eftir að barnið er fætt. Er eitthvað sem mælir gegn þessu fyrirkomulagi?


Sæl og blessuð!

Mig langar að vísa í eldri fyrirspurn undir heitinu Systkini viðstödd fæðingu á LSH varðandi þátttöku systkina í fæðingu. Ég sé í sjálfu sér ekkert sem mælir á móti því sem þú stingur upp á en ráðlegg þér að ræða þetta þegar þið boðið komu ykkar á fæðingardeild til að vera viss um að fá góðar móttökur.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
8. ágúst 2007.