Spurt og svarað

25. nóvember 2005

Þriðja barn, hraðar fyrri fæðingar

Mig langar að vita hvort þið getið eitthvað sagt mér um það hversu hratt þið haldið að fæðingin mín næsta muni ganga fyrir sig. Þetta er þriðja barnið mitt. Fyrsta fæðing tók um 8 tíma í heildina. Önnur fæðing var fyrir aðeins 13 mánuðum síðan og tók innan við klukkutíma frá fyrsta verk og nú er ég sett eftir viku með þriðja barn.  Ég er bara orðin mjög hrædd um að þetta verði það stuttur tími að ég komist ekki upp á fæðingardeild og er byrjuð að pæla hvort ég ætti kannski að hafa tilbúið eitthvað hérna heima til að taka á móti barninu.  Spurningin bara er hvort það sé eitthvað hægt að segja til um þetta og hvort ég get þess vegna verið
lengur.  (bæði börnin mín voru 16 merkur og þetta er áætlað 17-18 merkur)

með þökk
Móður

............................................................................................................

Sæl og þakka þér fyrir fyrispurnina.

Það er að sjálfsögðu mjög erfitt að segja til um hversu fljót þú verður í þetta sinn.  Líklegast er að þessi fæðing gangi eins vel og hinar en þó ekki hægt að lofa neinu.

Ef þú færð sára verki eða þrýsting niður á endaþarm er sjálfsagt fyrir þig að hringja upp á fæðingardeild og fá skoðun. 

Svo er líka spurning hvort þú myndir vilja fæða heima.  Þá gætir þú hringt í ljósmóðurina og hún komið heim og skoðað þig og kannski ekki eins mikið stress að drífa sig upp á fæðingardeild.  En eins og þú sérð er ekki hægt að gefa neitt ákveðið svar við þessu og kannski ágætt að vera allavega tilbúin með handklæði svo hægt sé að þurrka barninu ef svo vill til að þú komist ekki upp á fæðingardeild.  Sumir vilja meina að 2 fæðingin sé yfirleitt hröðust en eins og ég segi er ekkert hægt að fullyrða neitt í þessum efnum.

Bestu óskir um ljúfa fæðingu,

Kær kveðja
Guðrún Sigríður Ólafsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
25. nóvember 2005

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.