Spurt og svarað

27. október 2006

Þröngur legháls

Sæl!

Ég var að spá hvort það skipti einhverju máli í fæðingu að vera með þröngan legháls. Læknirinn minn sagði mér að ég væri með þröngan legháls. Þarf ég þá að fara í keisara?


Sæl og takk fyrir að leita til okkar

Þegar leghálsinn er ekki tilbúinn fyrir fæðinguna er hann stífur, langur og lokaður. Þegar fer að líða að fæðingu þá fer leghálsinn að styttast, mýkjast færast betur fram og jafnvel að opnast. Þegar þetta gerist þá fer að styttast í fæðinguna og útvíkkun fer að eiga sér stað, sem veldur því að barnið komist þarna út. Ekki er þörf fyrir keisara þar sem þetta er eðlileg þróun.  Framgangur í fæðingunni segir til um hvort keisara er þörf, sem er frekar undantekning á eðlilegu ferli. Þú getur farið að láta þér hlakka til fæðingarinnar og gangi þér vel.

Kveðja,

Steina Þórey Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
27. október 2006.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.