Spurt og svarað

28. nóvember 2012

Bað eftir keisara

Hvenær má maður fara í bað eftir keisara?Sæl!
Þú ert væntanlega að tala um að fara í bað í baðkeri eftir keisara.
Við getum ekki mælt með að konur fari í bað í baðkari fyrr en úthreinsun eftir fæðinguna er lokið. Eftir fæðingu þarf legið að draga sig saman og loka sári í leginu þar sem fylgjan festist við legvegginn. Á meðan úthreinsun stendur er tiltölulega opið upp í legið, þar sem sárið er og aukin sýkingarhætta þar með. Til að minnka líkur á sýkingu er auðvitað mikilvægt að þvo baðkerið vel að áður en það er notað. Að auki þarf skurðsárið líka að vera vel gróið.
Hjá flestum konum er úthreinsun lokið 4 vikum eftir fæðingu hvort sem barnið fæddist um fæðingarveg eða með keisaraskurði.
Á meðan úthreinsun stendur mælum við með að konur fari í sturtu, það er óhætt að fara í sturtu daginn eftir keisaraskurð og beint eftir fæðingu um leggöng.Með bestu kveðju,
Signý Dóra Harðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
28. nóvember 2012
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.