Spurt og svarað

04. ágúst 2004

Bað og heitur pottur - eftir fæðingu

Sæl

Mig langaði að vita hvort það væri í lagi að fara í bað eða heitan pott ef úthreinsun er lokið þrátt fyrir að það séu bara 3 vikur frá fæðingu

Takk fyrir frábæra vefsíðu :-)

................................................................

Komdu sæl og takk fyrir hrósið!

Ef hreinsunin er alveg búin þá ætti þér alveg að vera óhætt að fara bæði í bað og heita potta.  Mismunandi er milli kvenna hversu lengi hreinsunin stendur en yfirleitt er einhver hreinsun enn eftir þrjár vikur.  Þetta hefur greinilega gengið mjög vel hjá þér. Þú ættir kannski að fara varlega í heitu pottana ef þú hefur verið saumuð mikið til að fyrirbyggja hættu á sýkingu.
Ef engin saumaskapur hefur verið eftir fæðinguna þá eru þér allir vegir færir.

Bestu kveðjur.

                                                                               Yfirfarið 19.6 2015

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.