Fæðingardeild - sængurlega

22.07.2012
Ef ég fæði á almennri fæðingardeild, ekki Hreiðrinu, má faðirinn samt vera hjá mér á
nóttunni? Þ.e.a.s ef ég þarf t.d. að vera yfir eina eða fleira nætur?Sæl

Hvort sem þú fæðir í Hreiðrinu eða á fæðingardeild Landspítalans getur þú verið í Hreiðrinu í sængurlegu ef þér og barninu heilsast vel eftir fæðinguna. Á Hreiðrinu má maki eða aðstandandi vera hjá konunni meðan á sængurlegu stendur. Ef konan þarf að liggja sængurlegu á sængurkvennagangi getur maki eða aðstandandi verið hjá henni ef það er pláss á deildinni.
Ég vil benda þér á myndbönd sem gerð hafa verið um fæðingarþjónustu á Landspítalanum.


Kær kveðja,
Signý Dóra Harðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
22. júlí 2012