Spurt og svarað

12. apríl 2007

Flutningur á brjóstamjólk milli landa

Sæl og takk fyrir frábæra síðu!

Ég á mánaða gamla stelpu og er að mjólka mig og gefa henni brjóstamjólk í pela. Fékk svo svakaleg sár á brjóstin að ég ákvað að gera þetta frekar en að hætta með hana á brjóstamjólk. Þannig er mál með vexti að ég bý erlendis en er á leið heim og á mikinn forða af brjóstamjólk í frysti og langar að reyna að koma honum heim. Ég fer í 5 tíma flug og hef verið að spá í hvernig ég geti komið mjólkinni heim. Hefur þú einhver ráð fyrir mig?

Önnur spurning sem ég er með er í sambandi við frosna brjóstamjólk. Ef hún er aðeins bara pínu farin að þiðna en er samt meira og minna frosin er þa í lagi að setja hana aftur í frysti þegar ég er komin á áfangastað?

Vonandi er einhver lausn á þessu þar sem ég er að fara heim í nokkra mánuði og vill ekki að þessi mjólk fari til spillis.

Kær kveðja.Sæl og blessuð.

Það ætti að vera auðvelt að flytja mjólkina þína heim óskaddaða. Annað eins er nú flutt af frystivöru milli landa. Ég ráðlegg þér að hafa samband við flugfélagið og fá ráð hjá þeim um hvernig best er að fara að þessu. Það sem mér dettur helst í hug eru kæliboxin sem hafa mikla einangrun og settar eru frystieiningar í. Varðandi það ef að verður smá þiðnun þá er almenna reglan sú að nota slíka mjólk strax eða henda henni. Í þínu tilfelli myndi ég meta ástandið að ferðalagi loknu. Af því að verið er að tala um pottþétt aðeins eitt skipti þá myndi ég frysta aftur, merkja og nota sem neyðarbirgðir. Henda henni síðan ef ekki verður þörf á henni.

Vona að heimferðin gangi vel.    

Kær kveðja,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
12. apríl 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.